Ekki prjónafriður ! fyrir allrahanda fundarstússi

Stundum þá langar manni að verja meiri tíma með prjónunum, eiginlega ekki bara stundum heldur oftast. En skyldan kallar og ýmsu þarf að sinna. Búin að vera á hálfgerðu fundafyllerí þessa vikuna. Í gær var fundur í stjórn Halaleikhópsins þar sem ég er ritari, alltaf gaman að hitta það fólk og plotta ýmislegt skemmtilegt. Prjónaði þó ermar á herralopapeysuna sem ég er að gera núna. Og byrjaði á skrímslarassbuxum á Ronju Rán.

Í morgun vaknaði ég snemma og prjónaði smá en puttarnir voru ekki alveg í stuði þeir eru víst farnir að þrá smá frí og það fá þeir í næstu viku þó ekki fyrr !!! Eftir hádegi fór ég svo á fund með mínu ástkæra ferðafélagi Víðsýn en með þeim er ég einmitt að skreppa í smá vinnu til Spánar með æðislega flottum hóp og getið hver er ritari í því félagi?

Seinnipartinn stakk svo laganefnd Sjálfsbjargar lsf. saman nefjum og afgreiddi þau mál sem á hennar borð hafa ratað. Ha ha og ég komst hjá að rita fundargerðina :-) Í kvöld hélt ég svo áfram með skrýmslarassbuxurnar og var ekki ánægð með sniðið á þeim í klofinu svo ég rakti bara upp og endurhannaði.............alltaf gaman hja mér :-)

Á morgun er svo enn einn fundurinn sem mér er ekki síður kær það er í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins þar sem ég er varaformaður. Mikið og merkilegt starf þar í gangi og sá fundur verður örugglega fróðlegur. Svo fer ég í lokapínuna hjá honum Gústa til að gera lokatilraun til að þrykkja mér í lag fyrir ferðalagið. Kannski prjónað smá pínu pons.

Því á föstudaginn verður sko skemmtilegt hjá mér þá á að skreppa á Skagann með prjónavinkonunum og prjóna eins og enginn sé morgundagurinn :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband