Gleðilega Þjóðhátíð

65%20Krakkarnir%20J%C3%BAn%C3%AD%20010Ekki er ég nú svona sæt og fín í dag. En ætli maður reyni nú ekki að fara í skárri leppana í dag í tilefni dagsins.

Þessi mynd er tekin af mér þegar ég er 6 ára á 17 júní úti á svölum. Þennan upphlut á ég enn. Hann var saumaður á mömmu fyrir alþingishátíðina 1930 og hefur gengið milli kynslóða. Sigrún Jóna var í honum á undan mér, svo Sigrún Ósk, þá Lovísa Lilja og Bryndís og nú síðast Hekla mín. Nú er hann vel innpakkaður uppi í skáp og engin stelpa í fjölskyldunni passar í hann. Svo ég skora bara á þessar stelpur sem eru á barneignaaldri að koma með nýja stúlku í búninginn :-)

Við gömlu hjónin ætlum að hafa daginn rólegan í dag og njóta veðurblíðunnar við Elliðavatn. Þar var nánast logn og 18 stiga hiti um hádegi.

Vorum þar í gær í rólegheitum og spiluðum sequense og krossorðaspilið af miklum móð. Milli þess sem ég var að perla og fylgjast með fuglalífinu. Andarsteggurinn var á svæðinu en ekki sást til frúarinnar hún skildi þó ekki liggja á eggjum í nágrenninu. Þarf að kanna það. www.kriki.bloggar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Yndisleg ertu.  Til hamingju með daginn. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband