20.4.2012 | 22:25
Uppskriftin tilbúin og komin í sölu
Loksins loksins tókst mér að stíga yfir þröskuldinn og klára að gera uppskriftina söluhæfa af Jarðaberjahúfunni og vettlingunum. Merkilegt hvað sumt getur stundum þvælst fyrir manni. Ég hannaði húfuna fyrst á Natalíe Ósk fyrir tveim árum og er búin að prjóna þær nokkrar síðan og ekki breyta uppskriftinni mikið heldur meira skýra hana.
Blessað barnabarnið er að drukkna í prjónafötum enda amman sérlega afkastasöm þetta árið. Dóttirin fyllist valkvíða í hvaða dress á að klæða barnið.
En þau voru ansi góð börnin mín þegar þeim fannst komið nóg og bentu mér góðfúslega á að þeim vantaði báðum fleiri lopapeysur :-) Svei mér þá ef þau eru ekki bara afbrýðssöm út í prinsessuna.
Svo nú er ég sem sagt búin með þetta verkefni og það komið í sölu ef þið hafið áhuga á að kaupa uppskriftina þá sendið mér tölvupóst á asahilldur@gmail.com svo eru fleiri myndir af því sem ég hef verið að gera á facebooksíðunni mínni http://www.facebook.com/Buffaloasa
Í húfumaníunni kringum páskana urðu ýmsar húfur til set hér myndir af nokkrum. Fyrst voru það rolluhúfurnar varð að prufa fleiri en eina garntegund áður en ég varð ánægð og þegar ég rótaði í nammikassanum fann ég þetta appelsínugula garn og varð auðvita að skella í eina úr því líka :-)
Svo var það bleika húfa ég gerði þrjár þannig til að tékka af stærðirnar :-) Uppskriftin af henni er frá Drops og er mjög skemmtileg.
Svo varð ég auðvita að endurhanna húfuna við Kríu mér fannst sú í Lopablaðinu svo ljót í laginu og ég er frekar mikið hrifin af skotthúfum eins og flestir vita svo ég bjó til skott á hana.
Hér eru svo settin þrjú Lopagallin sem ég er að selja uppskrifina af á http://www.facebook.com/Buffaloasa og rolluhúfa við hann. Svo settið úr Vital garninu sem ég er að skrifa niður uppskriftina að og svo Kríu settið sem dóttirin pantaði á hana, en hún er í mömmuklúbb og þar eru allar mæðurnar að koma sér upp peysu eftir þessu mynstri en Ronja Rán fær aldrei staka peysu heldur allt settið það er svona að eiga svona ömmu :-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.