Er moggabloggið málið

hef tekið eftir því undanfarið að margir bloggarar hafa fært sig yfir á moggabloggið. Er soldið að spá hvers vegna. Er þetta tíska ? Er þetta einfaldara en öll hin? Er það af því að mogginn er farinn að birta brot úr bloggsíðum í blaðinu? Eða eru ástæðurnar margar og miklu einfaldari?

Langaði bara að skilja um hvað þetta snýst. Ég prufaði þetta fyrir rúmu ári en fannst þá að blogspot væri málið enda þekki ég það af eigin raun nú búin að blogga þar reglulega frá 25 ágúst 2004 þegar þetta byrjaði allt í áfanga um textaskrif í FÁ.

Hef síðan prófað flesta aðra bloggmiðla en ekki verið ánægð með neinn og hef því haldið mig við gamla bloggið mitt. www.asahildur.blogspot.com

Endilega skrifið í kommentin og látið mig vita hvers vegna blog.is frekar en annað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Velkomin á moggabloggið Ása sá reyndar hina síðuna þína og myndirnar frá ferðalaginu í gær þær eru skemmtilegar 

Grétar Pétur Geirsson, 31.5.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband