strax komin með 2 bloggvini

Er það kannski þetta sem það snýst um. Get líka sett inn tengla á blogspot. Fæ kannski ekki mynd af viðkomandi nema með aðeins meiri vinnu. En vel hægt. Lísi enn eftir upplýsingum um hvað er málið?

Verkefni dagsins í dag eru mis skemmtileg. Þarf fyrst að fara með bílinn í skoðun svo ekki verði nú klippt af honum á morgun. Óttast frekari fjárútlár. Næsta verkefni er öllu meira skemtilegra og gefandi er að fara ásamt vinum mínum í Vin að pakka í gám ýmsu sem við höfum verið að safna fyrir geðsjúka vini okkar í Gambíu. Ákaflega gefandi verkefni að geta lagt fólki lið þvert yfir heiminn.

Svo er húsfundur hér í blokkinni kl. 5 veit nú ekki held hann verði ekki spennandi en hver veit. En skemmtilegast af öllu er að Hekla mín ætlar að vera með ömmu og afa í dag Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sæl Ása Hildur og velkomin á Moggabloggið. Ég er nú kannski ekki rétta manneskjan til að svara spurningu þinni um hvort það blogg sé eitthvað betra en önnur því ég er ekki búin að blogga nema síðan í byrjun febrúar og hef ekki prufað neitt annað.

En mér þykir þetta lúmskt gaman, gaman að eignast algerlega ókunnugt fólk að bloggvinum og fylgjast með umræðunni í bloggheimum. Fyrir manni upplýkst heimur sem maður getur sagt að sé algerlega "neðanjarðar" en þó svo galopinn öllum sem vilja skoða.

En það þarf auðvitað ekki að segja bloggara eins og þér neitt um það, þú sem ert búin að vera að þessu í mögr ár

Vilborg Valgarðsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband