Skartgripir

Ég var að þreifa mig enn frekar áfram hér á moggablogginu. Sá að það var ekki svo flókið að setja upp albúm. Skellti nokkrum myndum af skartgripunum mínum inn. Endilega kíkið á það. Bæti svo meira við næstu daga.

Kannski raunin verði sú að ég flytji mig alveg yfir. Finnst það svo stórt stökk eitthvað eftir öryggið á www.asahildur.blogspot.com en kannski er tími til kominn og komið traust bloggkerfi á íslensku. Ekki slæmt að hafa púkann fyrir fljótfæra penna eins og mig.

Held ég taki sjómannadeginum rólega í ár. Enda sefur minn sjómaður inni í rúmi enn og hættur á sjónum í bili. Til hamingju samt allir sjómenn og freyjur landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband