5.6.2007 | 00:48
Yfirskilvitlegir hlutir
Ég hef átt í svefnvanda síðustu nætur vegna verkja eins og svo oft fyrr. Varð samt fyrir undarlegri lífsreynslu síðustu nótt. Í eitt skiptið af mörgum sem ég vaknaði upp við að snúa mér fyrir verkjum sem voru mjög harðir. Fannst mér að vinur minn einn kæmi til mín og legðist þétt upp að bakinu á mér og hjálpaði mér þannig að halda stellingu sem var verkjaminnst. Þetta gerðist nokkrum sinnum um nóttina og er ég honum ákaflega þakklát. Og hef ég verið að hugsa um þetta í allan dag.
Þetta var ekki manneskjan sem slík heldur ára hennar eða ég hef ekki orðið yfir þetta fyrirbrigði. Einhver massi sem ég þó persónugerði í góðum vin mínum og samstarfsmanni. Og ég veit fyrir víst að ef það er eitthvað sem hann getur gert fyrir mig þá er það alltaf gert svo fremi vinna tefji ekki för. Dásamlegt að eiga svona vini. Ekki veit ég hvort þessi vinur minn er kominn í heilun. Veit þó að ákveðin austræn heimspeki hefur heillað hann. Kannski er hann kominn í fjarlækningar. Þarf að hafa samband næstu daga til að ræða þetta við hann.
Í kvöld eftir lestur á Brúnum í Madisonsýslu reyndi ég að hreiðra um mig og fann þá aftur þessa tilfinningu. Mjög svo raunveruleg. Náði að slaka á nokkra stund en verkirnir höfðu yfirhöndina af fullum krafti, fór og tók meiri verkjalyf, blogga þetta meðan þau ná að virka.
Hafið þið upplifað eitthvað slíkt ?
Önnur furðusaga þó af öðru tagi er á blogginu hennar Guðný Svövu http://ipanama.blog.is/blog/ipanama/entry/230169/ ásamt dásamlegum myndum. Hvet ykkur til að skoða bloggið hennar.
Góða nótt Ása Hildur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.