Loksins loksins

Ég fagna mjög að loksins eigi að stytta þessa biðlista. Það hefur verið til skammar í tugi ára hversu erfitt hefur verið að fá greiningu fyrir börn bæði á Greiningastöðinni og á BUGL. Vonandi verða efndirnar góðar og þessir biðlistar úr sögunni innan fárra ára.

Hver mánuður í lífi barns skiptir miklu máli varðandi þjónustu ef eitthvað er að. Þjónustan fæst ekki nema greining sé fyrir hendi. Það þarf að leggja mikla peninga í þetta og ráða úrvalsfólk og borga því vel svo það sjái sér fært að vinna við þetta. Enda ábyrgðarmikil og erfið störf sem skiptir hverja fjölskyldu öllu ef veikindi eða fötlun er annars vegar.

Eyðum biðistum í greiningar og fjölgum meðferðarleiðum í kjölfarið því það þarf að haldast í hendur.


mbl.is Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband