7.6.2007 | 23:27
Listin að lifa
Við hjónakornin skelltum okkur í leikhús í kvöld að sjá Listin að lifa hjá LF sem var sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er sýningin sem vann í ár keppnina um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
Þetta er bráðsmellið leikrit, vel leikið góð leikmynd og búningar. Leikararnir fyrsta flokks. Við fórum heim sæl í hjarta og vongóð um framtíð áhugaleikhúsanna. Takk fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Það er aukasýning annað kvöld föstudag svo ég hvet fólk til að láta þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Miðasala Hér
Þetta er í fyrsta sinn sem við komum í Kúluna sem er í kjallaranum á Lindagötu 7. Þrátt fyrir góð loforð þjóðleikhússtjóra um aðgengi var það nú ekki til fyrirmyndar. Við urðum að koma inn bakdyrameginn um meyðarinngang og gekk það vandræðalaust. Þó skábrautin sé svo brött að erfitt væri fyrir fólk í hjólastól að fara þar um hjálparlaust. Ekki var nein salernisaðstaða eða hægt að hreyfa sig neitt í hléinu. Eins og okkur langaði að kasta kveðju á fjölmargt leikhúsfólk sem var í salnum. Eða bara skreppa í sjoppuna að ég tali nú ekki um smókinn sem minn heittelskaði heldur stíft við.
Þrátt fyrir það var þetta frábært kvöld.
Athugasemdir
Takk fyrir að koma á sýninguna hjá okkur og skrifa svo fallega um hana:)
Þráinn (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.