9.6.2007 | 17:40
Barnabarnið er snilli :-)
Hekla mín fékk einkunnirnar sínar á föstudaginn. Við erum að rifna af monti yfir dugnaðinum í henni. Set þær inn hér neðst.
Að venju fórum við á uppáhalds kaffihúsið með dömuna og höfðum það huggulegt, keyptum svo snyrtitösku fyrir dömuna í verðlaun enda er hún að fara í sumarbúðir með vinkonu sinni hjá KFUK. Skrítið þegar blessuð börnin eldast og fara að fara í burtu án allra fjölskyldumeðlima. En hún er sterk svo ég hef engar áhyggjur af henni.
Fórum í skóleiðangur í dag með hana og afann. Þau keyptu sér skó í sitt hvorum endanum á Reykjavík. Hekla út á Granda og afinn í Grafarholtinu. Maður er þakklátur fyrir að henni gangi svona vel í skólanum. Þarf samt að vera duglegri við greinilega að fara í handmenntina með henni
Hér koma einkunnirnar:
Íslenska:
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 9,5
Vinna 9,5
Próf 9,5
Lesskilningur 9,0
Lestur/framsögn 9,0 Umsögn: Framsagnarpróf, framfarir mjög góðar.
Stærðfræði
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 8,0
Vinna 9,5
Próf 8,5
Náttúrufræði
Skólaeinkunn 9,0
Verkefni 8,5
Vinna 9,5
Próf 9,5
Umsögn: Mjög gott.
Kristinfræði - Mjög gott
Heimilisfræði - Vinnubrögð til fyrirmyndar
Hönnun-smíði - Gott
Textílmennt - 7,5
Myndmennt - Gott
Íþróttir - 8,0
Sund - Gott
Tónmennt - 9,0 Umsögn: Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur.
Dans - Mjög gott Umsögn: Nemandi er vinnusamur, samviskusamur og áhugasamur.
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna þetta eru glæsilegar einkanir
Grétar Pétur Geirsson, 9.6.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.