Krikinn klikkar ekki

Kriki

Skelltum okkur eftir hádegið hjónakornin upp í Krika. Þar er alltaf vöfflukaffi á sunnudögum. Í dag fengu ansi margir sömu hugmynd og var það bara gaman. Nýju pallarnir nýttust vel í blíðunni. Stína og Sóley voru sveittar við baksturinn og fólkið streymdi að eins og í stórafmæli. Þegar við fórum voru komnir rúmlega 40 í gestabókina. Á örugglega eftir að koma þar oft í sumar ;-) Hér má sjá fleiri myndir síðan í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Flottar myndir

Grétar Pétur Geirsson, 10.6.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Má ég spyrja, hver á Krika og hvar er hann, mega allir koma þangað í vöfflukaffi á sunnudögum? Eða er hann í einkaeign?

Svava frá Strandbergi , 13.6.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Hæ hæ Guðný Svava. Já Sjálfbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu á Krikann og þangað eru allir velkomnir alla daga. Gaman væri að sjá þig þar. Allar nánari upplýsingar um Krikann svo sem opnunartími er á http://kriki.bloggar.is/. Endilega kynntu þér málið.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 13.6.2007 kl. 16:58

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já takk, geri það Ása Hildur.

Svava frá Strandbergi , 14.6.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband