Rasismi ?

lupinaÉg hrökk í kút yfir fréttunum áðan.  Nú á að eitra fyrir útlendingum í Ásbyrgi og nágrenni. Þjóðgarðurinn vill ekki útlendinga. Hélt að þetta með þjóðgarðana gengi nú ansi mikið út á að fá ferðamenn á staðina og plokka svo af þeim peninga í gríð og erg. En nota bene ég var ekki  á ferðamálabraut.

En kann ýmislegt í náttúrufræði og þar hefur rasismi ekki ratað inn mér vitanlega. Allavega þetta snýst víst um Lúpínuna sem mér finnst svo falleg og stendur nú í blóma. Held hálft Ísland væri fokið á haf út ef ekki væri fyrir tilstilli þessa nýbúa sem hefur svo sannarlega bætt lífríkisflóru Íslands og tónar svo ansi vel við blámann í fjöllunum og himinninn.

Jú jú þetta er líka illgresi en það eru líka hinir og þessir menn sem eru innfæddir og ekki er eitrað fyrir þeim. Vonandi gengur þeim vel að temja Lúpínuna frekar en eyða henni, nú nú og að sjálfsögðu að auka Íslenskukennslu fyrir nýbúa en það er nú annar handleggur og tómur rasismi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband