12.6.2007 | 22:01
Innrás rauðskinnanna
Mikið hvað lífið getur orðið dásamlegt þegar vel viðrar á Íslandi. Sólin er æði .
Við vöknuðum snemma að venju enda verið að byggja 2 metrum frá svefnherbergisglugganum okkar. Svo það er enginn friður á morgnana. Skelltum okkur í súpu með Hátúnshópnum í hádeginu og héldum svo af stað í paradísina Krika.
Sátum í sólinni með góðum vinum í yndislegu umhverfi. Mikið spáð og spekúlerað og ég held bara að mörg vandamál hafi verið leyst eða komið á rekspöl. Stína fór í Bónus og fyllti nýja frystinn af ís sem við auðvita þurftum að smakka. Lofar góðu fyrir sumarið en ekki bumbuna
Seinnipartinn komu stelpurnar okkar í heimsókn og við slógum upp grillveislu með nánustu fjölskyldu. Dásamlegt.
En við erum orðin ansi fyndin á litinn öll eldrauð nema Ingimar sem verður sífellt svartari. Held bara Abraham verði að fara að passa sig í litakeppninni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.