13.6.2007 | 20:12
Meiri moll - hver á að versla í þeim
Þetta fer nú að hljóma eins og gamall frasi. Rífa hús byggja verslanir. Þetta er eins og með blokkirnar sem sprottið hafa upp um allar koppa grundir. Og standa meira og minna auðar.
Á kannski að fara að flytja fólk inn í mörg þúsunda tali til að kaupa þessar íbúðir og versla í þessum verslunum öllum. Skil þetta ekki.
Ekki að það sé mikil eftirsjá í Moggahúsinu.
Skil heldur ekki nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem verið er að taka til einu sinni enn í almannatryggingakerfinu og fella niður tekjutengingar við atvinnutekjur 70 ára og eldri. Hvað með 67 til 70 ára eiga þeir að fara til Kanarí í 3 ár og koma svo hress inn á vinnumarkaðinn. Held þetta sé bara enn ein lélega bótin í lífeyriskerfið okkar. En fagna þó fyrir hönd þessa hóps sem nýtur.
Vonandi verða þessar tekjutenginar þvers og kruss aflagðar á þessu kjörtímabili og nýju gegnsæu kerfi komið á. Það má alltaf láta sig dreyma. Kallar stjórnin sig ekki velferðarstjórn? Hélt það væri búið að birta margar lærðar skýrslur um hversu hagstætt það væri fyrir ríkissjóð að leyfa lífeyrisþegum að vinna enda allt hirt af þeim jafnóðum.
Æ hefur einhver vinnu fyrir mig langþreyttan öryrkjann á kerfinu?
![]() |
Morgunblaðshúsið í Kringlunni rifið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.