Já tek undir þetta

Eftir að þessi viðbót kom inn í hið stagbætta kerfi sem hélt svo ekki fyrir dómi hefur kerfið orðið enn flóknara og um leið mjög óréttlátt fyrir stóran hóp öryrkja. Að missa allt í einu tæpan 25 þúsund kall við að eiga 67 ára afmæli. Einmitt þá sem fólk á að fara að hætta að vinna í 3 ár eftir nýjustu bótina.

Staðreyndin er sú að einstaklingar sem búa við fötlun hætta ekkert að vera fatlaðir þó þeir verði 67 ára. Raunin er því miður sú að fötlun þyngist með aldrinum og alls kyns aukakostnaður verður meiri sem öryrkjar þurfa að bera vegna fötlunar sinnar. Þetta er mikið óréttlæti og verður að lagfærast. Ég fagna því að Sjálfsbjörg skyldi senda inn þessa ályktun.


mbl.is Sjálfsbjörg skorar á þingflokksformenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband