Mansöngur undir svefnherbergisglugganum

Vaknaði í morgun við óperusöng. Grin  Það stendur karlmaður undir glugganum mínum og tekur aríur öðru hverju í allan morgun. Oft hef ég nú bölvað hávaðanum frá byggingavinnunni í næsta húsi sem nær undir svefnherbergisgluggann minn, en í dag hef ég gaman af. Það er greinilega kominn nýr verkamaður í hópinn sem brestur reglulega í söng og það sko engan smásöng, hér hljóma aríur eða brot úr þeim um allt hverfið. Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Oh hvað þú átt gott, ég elska óperur.

Svava frá Strandbergi , 14.6.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

En gaman! Ég bý líka við vinnuvélar og djöfulgang alla daga og veit að ef einhver brysti nú allt í einu í söng þá myndi lífið virðast bjartara um stund!

Vilborg Valgarðsdóttir, 14.6.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ekki er það hann Dabbi sem er brostinn í söng þarna úti?

Sigrún Ósk Arnardóttir, 15.6.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Nei en er samt ekki viss sá söngvarann aldrei hann var bak við steypumótin. Held samt ekki.

Enginn söngur í dag

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 15.6.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband