21.6.2007 | 16:03
Gott að geta glatt aðra
Ég er að rifna úr stolti af henni Teresu. Hún var að klára að prjóna sína fyrstu lopapeysu.
Teresa er sjálfboðaliði í Vin og kemur frá Portúgal til að vera með okkur í 6 mánuði. Hún kann nokkuð í íslensku þegar og búin að læra að prjóna. Valgerður og Fanney komu henni af stað og hún réðst strax í að prjóna íslenska lopapeysu. Ég kom svo til skjalanna þegar þurfti að setja ermarnar í og byrja á mynstrinu. En hún hefur nú ekki þurft mikla aðstoð heldur bara lærir mjög hratt og er mjög áræðin.
Hún prjónar eins og maskína og gerir það vel. Hún er þegar að verða komin upp að höndum á næstu lopapeysu sem hún ætlar að færa kærastanum í Portúgal.
Þessi ungmennaskipti hafa auðgað mjög lífið í Vin og er frábært að fá þau frá hinum ýmsu heimshornum.
Athugasemdir
gaman að heyra af þessu. þið eruð duglegar stelpur. svo er þetta bara frekar flott peysa sko.. kem bráðum í mátun!!!
arnar valgeirsson, 21.6.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.