Fjarstýrður heili

Vá frábært ætli það sé hægt að fá þarna fjarstýringu sem getur stillt minn ofvirka heila sem í þessu var að fá fullt að brjáluðum hugmyndum.

Gott væri að geta ýtt á takka sem kæmi manni í ró og jafnvel slökun og svo annan takka þegar letin er að drepa mann sem ræki mann út að labba.

Svo væri kannski takki sem tæki úr þurrkaranum og bryti þvottinn saman og flokkaði í skápana. Já og tæmdi uppþvottavélina.

Treysti því að þið látið mig vita ef svoleiðis fæst í þessari nýju verslun. Ég þori ekki inn í hana ég þyki víst svo tæknióð gæti misst mig og má sko ekki við því þessa dagana.

Var að bæta nýjum myndum við í skartgripaalbúmið.


mbl.is Verslun fyrir stafræn heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fyrrverandi sambýlismaður minn sagði oft við mig að ég hugsaði alltof mikið  og það þyrfti að vera takki á hausnum á mér til að slökkva á mér.

Svava frá Strandbergi , 22.6.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband