22.6.2007 | 20:37
Kolefnisbullið !!
Ég hef mikið verið að spá í þessar auglýsingar sem dynja á okkur alla daga núna um Kolefnisjöfnun. Og fór að skoða málið aðeins. Og þvílíkt bull og svínarí. Nú er voða fínt að vera á grænum bíl sem fæstir vita nú hvað þýðir.
Komst að því að það þýðir að fyrir tækið sem selur bílinn eða á bílinn greiðir ákveðna upphæð í sjóð sem gróðursetur svo tré á ákveðnum svæðum í heiminum í þeim tilgangi að binda kolefni í jörðu í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.
Allt þetta er gert til þess að menn geti haldið áfram að menga með útblæstri og ekið samviskulaust áfram á stóru jeppunum og bensíndrekunum.
Mér finnst þetta ekkert annað er hræsni og verið að gera okkur öll að ljóskum !!!
Ég keyri um á mínum bláa bíl og veit að hann mengar og mér finnst það ekkert gott. En ég tek ekki þátt í þessari dellu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.