Lífið er ljúft :-)

Jæja þá er Hekla komin heim úr sumarbúðunum alsæl. Það var ekkert best og ekkert verst bara allt æðislegt. Hún fékk viðurnefnið huggarinn. Var alltaf að hugga þær sem fengu heimþrá. Enn glaðari var hún þegar hún kom heim og sá nýja herbergið sitt. Foreldrarnir voru búnir að skipta um herbergi við hana og mála og breyta öllu. Hún var alsæl.

Merkilegur áhrifamáttur bloggsins. Var að auglýsa eftir tillögum að góðri helgi. Allt stefnir í að hún sé að verða fullskipuð af hittingum með vinum og fjölskyldu. Minnst tvö grillpartý og tóm sæla. Eins gott að sólin láti nú sjá sig.

Fórum í Krikann í kvöldmat :-) Fleiri fengu sömu hugmynd og úr varð að nokkrir Halar snæddu saman frábæra föstudagstilboðsréttinn.

Fór svo hamförum á saumavélinni í kvöld. Endurhannaði ýmislegt og tók til í fataskápnum. Skríð nú í bólið þreytt og sæl. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband