26.6.2007 | 10:34
Ábyrgð okkar íslendinga ?
Mér finnst alveg kýrskýrt að meðan fólk og þá að ég held, oftast útlendinga eru að stíga ofan í hverina æ ofan í æ. Þá verði að girða þetta betur þó leiðinlegt sé. Vonandi þekkja allir íslendingar hætturnar við hverasvæði almennt. En í landinu eru fullt af erlendu verkafólki sem hefur enga fræðslu fengið um þetta og svo allir túrhestarnir sem jú flestir hafa fengið bæklinga.
Ég veit hversu slæm brunasárin geta orðið og vil því ekki taka ábyrgð á því sem íslendingur að ekki sé girt þó það spilli útsýninu fyrir mér. Sé ekki þörf á að upplifa allt með snertingu sérstaklega þar sem hættan er slík. Ég veit að upplifun blindra er mikil á svæðinu enda höfum við flest önnur skynfæri svo sem nef og eyru.
Auðvita væri æskilegt að hafa landvörð á svæðinu en geri mér grein fyrir að það kostar peninga, auk þess sem svæðið er stórt og erftitt að vakta alla sem þar koma. Því mannfjöldinn er gríðarlegur á svæðinu stundum. Við eru að bjóða túristum að koma að skoða þessa perlu og berum þar með ábyrg á að hafa vit fyrir fólki í ókunnum aðstæðum.
![]() |
Aðstöðu lítið ábótavant á Geysissvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.