26.6.2007 | 18:13
Langagerðissystkinin
Hér kemur myndin sem átti að koma inn á sunnudagskvöldið. Systkini míns heittelskaða. Verið var að stilla upp til systkinamyndatöku og allir að stjórna. Þau eru að kalla á Auði og diskútera hvar í röðinni hún ætti að vera og eru ekki öll á sömu skoðun og kannski sumir bara búnir að gefast upp að stjórna.
Frá vinstri uppi: Ósk, Þorsteinn, Svavar, Hannes, Örn og Hjálmar.
Glæsilegur hópur og góð fjölskyldustund sem eru alltof fáar. Því jú hvað er meira virði en fjölskyldan eða í þessu tilviki tengdafjölskyldan
Var með Heklu og Erni í Krikanum í blíðunni í dag. Þar kom líka Hátúnshópurinn í heimsókn í hádeginu. Mikið gaman mikið fjör :-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.