Flóttaleið

Mikið eru nú veðurguðirnir dásamlegir. Bongóblíða dag eftir dag. Karlinn var ekki í rónni fyrr en við fórum í Krikann í dag. Dúlluðum okkur á pallinum í blíðunni, fleiri og fleiri fengu sömu hugmynd og úr varð heilmikill „hittingur“ Hitinn var samt of mikill fyrir mig og tókst um fjögurleitið að fá karlinn í bæinn aftur.

Kom við í Bónus til að grípa eitt og annað sem vantaði til heimilsihaldsins. Og varð fyrir skrítinni upplifun. Þannig er mál með vexti að ég er gigtarsjúklingur og þoli mjög illa kæliklefana í Bónus. Flýti mér að grípa það sem þarf og rík út. Hata þessa klefa og klæði mig oft sérstaklega vel þegar ég fer í Bónus. En í dag fór ég inn á hlírabol og komst að því að mig langaði ekkert út úr klefanum aftur. Frábær flóttaleið úr hitanum. ´

Spáin er góð áfram svo kannski ílendist ég í Bónus Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þoli ekki heldur kæliklefana í þessum búðum. Gott þó að þú fannst þig þar í dag

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband