4.7.2007 | 01:14
Eitt enn gullkornið frá Heklu
Litli engillinn minn gisti hjá okkur í nótt. Er reyndar ekkert lítil lengur, tærnar á henni þvældust fyrir tánum á mér..............
Vorum búið að koma okkur vel fyrir öll þrjú í stóra hjónarúminu eða eigum við að kalla það fjölskyldurúm, með góðar bækur og vorum að spjalla áður en við legðumst í bókalestur fyrir svefninn. Fórum að tala um bænir þar sem Hekla er nú nýkomin úr sumarbúðum KFUM alsæl. Og hún útlistaði fyrir okkur hvað faðir vorið þýðir í smáatriðum. Vildi líka fara að útskýra biblíusögurnar fyrir okkur þegar afinn breytti snarlega um umræðuefni
Sú stutta spennt samt greipar og fór með bænirnar sínar. Á eftir fór hún að spjalla við mig enda liðug um málbeinið eins og amman. Ég fór þá að segja henni að mér hafi verið kennt það sem barn að maður mætti ekki tala saman eftir að hafa farið með bænirnar. Og ef það gerðist þá yrði maður að byrja uppá nýtt.
Hún horfði stórum augum á mig með svip sem hún ein á og sagði sannfærandi rödd Amma mín ég er alveg viss um að guð er alveg sama og glotti á eitthvað svo kærleiksríkan hátt. Sló öll vopn úr höndum mér.
Snerum okkur svo að bókalestir. Veit ekki hvort það sé mjög kristnilegt sem hún er að lesa þessa dagana. Galdrameistarinn eftir Margréti Sandemo. Já hún er bara 9 ára ennþá. En bókaormur eins og hún á ættir til.
Amen sem þýðir endir
Athugasemdir
Hrikalega sætt. þau vita oft hvað þau syngja þessi börn
Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.