Uppstokkun nauðsynleg

Mér finnst eitthvað mikið vera að í leigubílakerfinu hér í höfuðborginni. Þá sjaldan að maður þarf bíl þá er oft bið í tvo til þrjá tíma.WizardÞað finnst mér alveg óviðunandi. Svo eru menn hissa á ölvunarakstri. Ástandið á taxamarkaðnum bíður hættunni heim. Í okkar þjóðfélagi er þetta til skammar og þarf að skera kerfið upp í heild sinni.

Já og fjölga leigubílum sem taka hjólastóla og skilda hverja stöð til að hafa þá ávallt til taks. En stundum eru heilu næturnar sem enginn þannig bíll er að keyra í bænum. Hvað þá úti á landi.


mbl.is Samkeppnishömlur á leigubílamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvernig er með þjónustubílana. Eru þeir aldrei til taks á kvöldin?

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þjónustubílarnir það er ferðaþjónusta fatlaðra er ekki til taks eftir 11 á kvöldin og það þarf að panta þá með það góðum fyrirvara þó hún hafi batnað aðeins.  Þá hentar hún engan veginn þegar maður fer um helgar að skemmta sér því hver ákveður nákvæmlega kl. hvað hann fer heim helst daginn áður?

Þetta er ekki alveg að virka.

Þetta hljómar eins og ég sé alltaf á djamminu í glasi sem er alls ekki raunin. En þegar maður fer út og langar að fá sér þó ekki sé nema vín með mat, þá er maður oftar en ekki lens út í bæ. Sé maður ekki búinn að tryggja sér bílstjóra áður sem ég er nú oftast farin að gera. Mér finnst þetta óviðunandi ástand.

Ragnar Örn ef þér líkar ekki skrif mín. Slepptu þá bara að fara inn á síðuna.

Ég veit að skorturinn er aðallega á föstudags og laugardagskvöldum og nóttum.  En það er jú tíminn sem fólk fer almennt út að skemmta sér ekki satt. Og sá tími sem mér finnst að bílar eigi að vera til taks. Þegar verið er að deila út leifum til útvalinna þá finnst mér að í því felist líka skilda til þjónustu á þeim tímum. Þó svo ég öfundi ekki leigubílstjóra af því að keyra um nætur um helgar.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 5.7.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband