8.7.2007 | 01:16
Úbs
Klukkan orðin 01.13 ég sem setti mér það markmið að fara ætíð í rúmið ekki seinna en á miðnætti. Það tókst ansi vel framanaf enda var ég langþreytt eftir veturinn.
Hef slakað á þessu undanfarið enda orðin úthvíld, held ég. Maður mátti nú vaka lengur á sumrin sem barn það hlýtur að gilda enn.
En ég vakna alla virka daga snemma við hamarshögg og óperuaríur stekk þá framúr og skelli aftur glugganum, skríð undir sæng og sting hausnum undir kodda og sef aðeins lengur. Vakna svo snúin og úrill. Ég sem er svo morgunhress. Svona fara byggingaframkvæmdirnar nú með mig enda beint undir svefnherbergisglugganum mínum. Þeir eru farnir að setja þak á svo kannski sér fyrir endann á þessu með haustinu.
Góða nótt dúllurnar mínar
Athugasemdir
Ég vildi að ég væri harðari við sjálfa mig hvað þetta varðar. Maður finnur svakalegan mun á sér ef maður hundskast í rúmið fyrir miðnætti. hvað er þetta með óperuaríurnar?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 10:08
Já Jóna það munar mikið um það þegar þetta tekst. Óperuaríurnar já það er verið að stækka MS heimilið hér undir svefnherbergisglugganum mínum. Og einn smiðurinn þar rekur upp aríur í tíma og ótíma. Fyrst var þetta frekar fyndið og kryddar hamarshöggin sem annars glymja alla daga en til lengdar er þetta þreytandi.
Maður verður bara að sýna þolinmæði og gleðjast með MS félögum yfir ört stækkandi húsnæði. Enda eru þau einstaklega góðir grannar.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.7.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.