12.7.2007 | 12:27
Lagði land undir fót
Í gær fór ég ásamt 27 félögum í Ferðafélagin Víðsýn í menningarreisu um Borgarfjörð í dásamlegu veðri. Víðsýn er ferðafélag gesta Vinjar og við skipuleggjum ferðir innan lands og utan fyrir þennan hóp. Í ár var farið í júni til London 20 manns og í ágúst verður farið í hvíldar og heilsudvöl í 5 daga í Sólheima í Grímsnesi. En í gær var það sagan sem átti hug okkar allan.
Hér sést hluti hópsins í sögugöngunni. Hekla og Teresa fremstar
Við byrjuðum á að fara upp í Borgarnes þar sem Þóra Kristín tók á móti okkur glöð í bragði og fór með okkur í klst. sögugöngutúr og fræddi okkur um ýmislegt og benti okkur á fræga staði. Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Enduðum svo á hinum fræga Björssa Róló þar sem við nutum þess að róla okkur og snæða ávexti í góða veðrinu. Takk Þóra mín.
Þóra Kristín safnar okkur saman
Svo var farið á Landnámssetrið og skoðaðar sýningarnar þar önnur um Landnámið og hin um Egil Skallagrímsson frábær sýning mæli með henni. Mjög vandað til verka og mikill fróðleikur. ´
Róla á Bjössaróla var ansi vinsæl hér róla Gísli, Helga og Helgi sér.
Því næst var brunað í Fosshól þar sem vel var tekið á móti okkur og við snæddum þriggja rétta dásamlega heimalagaða máltíð og notið blíðunnar við Tröllafoss. Flottur staður hjá Steinar Berg. Fengum í kaupauka 24 mín tónlistarmyndband með myndum úr náttúru Íslans og Íslenskri tónlist sunginni af okkar bestu söngvurum.
Leifur og Láki á vegasaltinu held þeir kunni ekki á þetta lengur
Svo var farið í Reykholt og Snorra gerð skil söguslóðir skoðaðar og kíkt í Snorralaug, Snorrastofu og krikjurnar. Sólin var sterk og þar var ákveðið að nú væru allir heilar fullir af fróðleik og tækju ekki við meiru í bili. Brunuðum svo í bæinn sæl í sinni en þreytt. Rútan bilaði í Mosó en því var bjargað snarlega. Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér.
Allir stilltu sér upp í röð eins og þægum ferðalingum sæmir til að fá nestið
Forrétturinn snæddur í Fossatúni. Teresa, Sigurjón, Valgerður, Erla Þrúður, Fanney og Helgi
Láki nýtur veðurblíðunnar á pallinum við Tröllafoss í Grímsá
Hekla við Snorralaug og göngin gömlu.
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá HÉR
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.