Í herkví

Ég vaknaði eldnemma í morgun ég sem hafði nú hugsað mér að nýta tækifærið meðan byggingaframkvæmdirnar eru í helgarfríi undir svefnherbergisglugganum og sofa rækilega út.

Fór að velta fyrir að þar sem veðrið leikur enn við okkur hér. Sól og blíða þá væri dagurinn tilvalinn til að skreppa í dagsferð eitthvað út í bláinn. Eftir því sem ég hugsaði meir um það langaði mig meir til að fara en strandaði alltaf á því sama. . . . . . .

Umferðaröngþveitið kringum höfuðborgina seinnipart sunnudags. Langar ekki í það og er skíthrædd við pirraða og þreytta ökumenn. Kannski er ég gunga en nú líður mér eins og ég sé í herkví í Reykjavík.

Sjáum til hvað við gerum þegar líður á daginn kannski bara vöfflukaffi í Krika við Elliðavatn.

Ætla þó að hætta mér í umferðina um næstu helgi og fara austur fyrir Klaustur með Palla bróðir og Frosta og kannski fleirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég skil þig. Það er ekki akkúrat það sem manni langar að gera á svona heitum dögum.. að hanga fastur í bílaröð einhvers staðar.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband