15.7.2007 | 10:57
Í herkví
Ég vaknaði eldnemma í morgun ég sem hafði nú hugsað mér að nýta tækifærið meðan byggingaframkvæmdirnar eru í helgarfríi undir svefnherbergisglugganum og sofa rækilega út.
Fór að velta fyrir að þar sem veðrið leikur enn við okkur hér. Sól og blíða þá væri dagurinn tilvalinn til að skreppa í dagsferð eitthvað út í bláinn. Eftir því sem ég hugsaði meir um það langaði mig meir til að fara en strandaði alltaf á því sama. . . . . . .
Umferðaröngþveitið kringum höfuðborgina seinnipart sunnudags. Langar ekki í það og er skíthrædd við pirraða og þreytta ökumenn. Kannski er ég gunga en nú líður mér eins og ég sé í herkví í Reykjavík.
Sjáum til hvað við gerum þegar líður á daginn kannski bara vöfflukaffi í Krika við Elliðavatn.
Ætla þó að hætta mér í umferðina um næstu helgi og fara austur fyrir Klaustur með Palla bróðir og Frosta og kannski fleirum.
Athugasemdir
Ég skil þig. Það er ekki akkúrat það sem manni langar að gera á svona heitum dögum.. að hanga fastur í bílaröð einhvers staðar.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.