Hætti við að vera gunga og hélt til Þingvalla

070715%20001

Ég skipti snarlega um skoðun eftir hádegi þegar ég frétti að tengdasoninn langaði til Þingvalla. Fórum fjölskyldan nema Ingimar og áttum dásamlegan dag á Þingvöllum í steikjandi hita og sól.

070715%20009 

Tókum fullt af myndum, Sigrún var að prufa nýju myndavélina, Bjarni var með eldri vélina og ég með mína gömlu góðu. Við gengum upp Almannagjá og niður aftur með mörgum stoppum.  Bjarni og Sigrún keyrðu minn heittelskaða í hjólastólnum alla leið og sá var sæll enda ekki komist þetta í 40 ár.

070715%20095

Á miðri leið heyrðum við lúðrahljóma koma út úr berginu. Í bljúgri bæn var lagið ekki vitum við hvaðan tónarnir bárust en höllumst á að þeir hafi komið úr álfabyggð.

070715%20098

Fórum svo Nesjavallaleiðin heim og áðum í Botnsdal og spáðum í Álfakirkjuna. Hekla er ekki frá því að hún hafi orðið vör við álfa á sveimi.

Dásamlegur dagur í faðmi fjölskyldunnar. Fleiri myndir hér og Sigrúnar myndir hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Takk fyrir góðan dag.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 16.7.2007 kl. 01:54

2 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Mínar myndir eru hér: http://www.picasaweb.google.com/kjaftaskur

Sigrún Ósk Arnardóttir, 16.7.2007 kl. 02:28

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtilegar myndir. Ég var einmitt að pæla í að fara til Þingvalla í dag með vini mínum en við fórum austur fyrir fjall í staðinn.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndislegar myndir í yndislegu veðri.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband