Toyota klikkaði alveg

Við höfum aðeins verið að herða á okkur í bílaleitinni og í morgun fórum við í Toyota umboðið að kíkja á bíla. Þaðan komum við út hundfúl og niðurlægð.

Ungur sölumaður tók á móti MÉR með bros á vör og vildi allt fyrir mig gera en ........ hann leit alltaf yfir Örn og ef við spurðum einhvers þá leit hann alltaf á mig og svaraði þó spurningin kæmi frá Erni. Hann hreinlega horfði í gegnum hann og hundsaði hann algerlega.

Áður en við gáfumst upp fór ég að kíkja á skott á einni Toyotunni sem stóð í halla, því skottstærðin er aðalmálið sölumaðurinn kom hlaupandi að sinna mér en hundsaði Örn sem var að erfiða við að komast brekkuna á hjólastólnum. Þar til annar sölumaður kom aðeins eldri og bauð Erni aðstoð.

Ekki veit ég hvernig þessi piltur hefur verið alinn upp en þetta var skelfilegt að lenda í. Eitthvað er hann smeikur við fólk í hjólastólum. Við höfðum það á tilfinningunni að Toyota væri að vanvirða okkur og öruggt mál er að við kaupum ekki bílinn þar þetta árið þó þar sé bíll sem vel komi til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

held að þið ættuð bara að láta vita. öddi er með breitt bak en halló, hann er ekki fimm... vonandi ekki allir svona eitthvað óöruggir að þeir þora ekki að feisa mann í hjólastól.

bílarnir eru nú held ég jafn góðir og áður... en má ég stinga upp á focus eða hondu accord! finnst þetta bara flottir bílar sko og vel af þeim látið.

arnar valgeirsson, 18.7.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk fyrir ábendingun Arnar en þessir bílar koma hvorugir til greina þar sem það er ekki nægt rými fyrir hjólastólinn í þeim :-(

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband