18.7.2007 | 17:34
Draumabíllinn fundinn
Fórum í einn enn leiðangurinn í dag þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. Vorum eiginlega komin sömu niðurstöðu þó við værum ekki fullsátt. Ég vildi láta minn heittelskaða kíkja á bíl sem hann vildi ekki kíkja á fyrir nokkrum vikum. Og vitir menn það var ást við fyrstu sýn. Nú er bara verið að græja kaggann og vonandi fáum við hann fyrir helgi.
Hver bíllinn er verður ekki birt opinberlega fyrr en allt er í höfn, en kæru mágar það er ekki eins bíll og ykkar þó það hefði næstum orðið raunin. En blár er hann.
Gærdagurinn var nú ekki alslæmur þrátt fyrir Toyotaævitýrið. Í raun bara mjög góður. Jói og Guðný komu með Ísak Orra og Almar Leó í brunch ásamt Sigrúnu og Heklu. Guðný ákvað að flýja kuldann fyrir norðan og renna bara suður. Jói kom svo daginn eftir á nýja mótorhjólinu. Það gladdi okkur mjög að fá þau í heimsókn, maður sér þau alltof sjaldan nú orðið. Áður en hjólastóllinn fórum við á hverju ári norður en nú eru aðgengismálin að trufla þessi ferðalög verulega.
Jói flottur á hjólinu
Almar vildi endilega fá að sitja á baki.
Takk fyrir komuna kæru norðlendingar.
Athugasemdir
hvað blár... á ekki að kolvetnisjafna kvikindið.. allir á grænum bílum.
nema þið séuð að versla blátt mótorhjól.......
arnar valgeirsson, 18.7.2007 kl. 17:48
Gef skít í þetta kolefnisjöfnunarbull. Hef samt grun um að þessi sé það einmitt. Kýs að styrkja skógrækt hreint og beint ekki gegnum eitthvað kolefnisjöfnunarbull. Sem fæstir vita hvað er.
Bíllinn er Ocean blár.................. á litinn.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:59
Til hamingju með bílinn. Fáum vonandi að sjá mynd.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 22:11
Til hamingju með bílinn. Ætlarðu eitthvað uppí Krika á sunnudag, það verður víst rigning? Ég var að pæla í að kíkja ef þú ferð.
Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.