19.7.2007 | 22:55
Blái bíllinn hinn eldri og leiklistar - fráhvörf
Á morgun fáum við nýja bílinn Ocean bláa. Í dag fór sá gamli sína síðustu ferð með okkur í Krikann. Er hann ekki flottur.
Framendinn
Afturendinn
Mér hefur alltaf þótt þessi bíll ansi fallegur. Hann hefur líka reynst okkur vel í rúm sex ár. Nú er tími breytinga og eftir helgi set ég inn mynd af nýja bílnum sem við fáum á seinnipartinn á morgun. Þar sem nægt pláss er fyrir hjólastólinn, gálgann og alla fjölskylduna með öllum farangrinum :-)
Í dag var fundardagur aldrei þessu vant. Fyrst var fundur í Ferðafélaginu Víðsýn um Sólheimaferðina í ágúst. Tilhlökkun er komin í hópinn og allir endar að verða hnýttir.
Svo var stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum. Verið var að skipuleggja Haladag 28. júlí, ganga frá styrkumsóknum og margt margt fleira. Góður fundur en fámennur þar sem gengið var í verkin 1 ..... 2 ...... og 3.
Verð að játa það að ég er með heilmikil leiklistarfráhvörf...........
En hamast samt við að reyna ekki að hugsa um leiklist þessa tvo mánuði áður en fjörið byrjar aftur. Leiklistarnámskeið með frábærum kennara í haust, 15 ára afmæli Halaleikhópsins í september með tilheyrandi húllumhæi og síðast en ekki síst stórverkefni vetrarins Gaukshreiðrið með Guðjóni Sigvaldasyni. Frábært hlakka mikið til.
Athugasemdir
ER ÞETTA GAMLI BÍLLINN!!! Hann er flottur. Mig langar í hann.
Jóna Á. Gísladóttir, 19.7.2007 kl. 23:58
Mig langar líka í hann.
Svava frá Strandbergi , 21.7.2007 kl. 18:49
Jamm.. gamli bíllinn já þessi er góður, hvenær kom hann úr kassanum??
En þetta verður spennandi vetur hjá ykkur, var í þessu brölti á árum áður, kannast við spenninginn sem þetta veldur.
Helga Auðunsdóttir, 21.7.2007 kl. 23:06
Já, þetta er rosalega flottur bíll. Ef þetta er sá gamli, hlýtur sá nýji að vera drauma draumabíll! Ég bíð spenntur eftir afmæli halaleikhópsins :)
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.