23.7.2007 | 11:09
krækiber og kertaljós
Við fengum nýja bílinn á föstudaginn og brunuðum beint austur fyrir Kirkjubæjarklaustur í bústað með Palla og Frosta og Áslaugu Ýr og Söru. Áttu notalega helgi í rólegheitum og afslappelsi. Á laugardaginn kom svo Lovísa og Gabríel. Frosti stjanaði við okkur á allan hugsanlegan máta. Takk fyrir það strákar.
Bíllinn reyndist uppfylla allar okkar væntingar og meira til. Dásamlegt að keyra hann og sitja í honum. Allur okkar farangur komst vel fyrir og hjólastóllinn án þess að leggja hann neitt saman. Ekki spillti fyrir að hafa cruise control og loftkælingu í hitanum. Meira um bílinn og vonandi mynd af honum seinna. Var ekkert dugleg með myndavélina en þó eru nokkrar myndir hér.
Upplifunin var meira svona. Loksins nýr bíll, loksins eitthvað farið að heiman til að gista, fjöllin, fuglarnir, góða veðrið, rigning, þoka, ísland í allri sinni dýrð, fjölskylda, góðar móttökur, notalegt, fallegt, hlýlegt, grillilmur, bjór, spjall, hundaklapp, afslöppun, dekur, mosi, krækiber, silungur, álfar, plöntur, meiri fjölskylda, meiri hugguleg heit. Gúrka og kertaljós.
Brunuðum svo heim í stórafmæli hjá Steina mág í gær til hamingju með daginn og takk fyrir okkur.
Heyrði svo í s. Afríkuförunum í gærkvöldi líka svo það er næstum búið að tækla alla fjölskyldurnar beggja vega þessa helgina. Hitti rest í vikunni í öðrum huggulegheitum. Nema Sigrúnu Jónu og Stebba sem bólar ekkert á ennþá.........
Athugasemdir
krækiljós og kertaber.. svo er líka gott að slappa af ha. hvað borðarðu í morgunmat??
arnar valgeirsson, 23.7.2007 kl. 23:32
Takk fyrir samveruna um helgina...Kv. Lovísa
Lovisa (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:54
Til lukku með vel heppnaða ferð. Svakalega er þetta krúttlegur hundur.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 23:02
Já hún Sara er eini hundurinn á íslandi sem ég get hugsað mér að eiga. Alger draumur í dós.
En það er víst bannað að hafa hunda í húsum Öryrkjabandalagsins..........
Ekki tókst mér að taka af henni myndir með opin augun í þetta sinnið. Hún var í eins mikilli afslöppun og ég.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.7.2007 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.