áframhaldandi huggulegheit

Við stoppuðum ekki lengi heima skötuhjúin. Það er svo gaman að keyra nýja bílinn Smile

María vinkona okkar úr Halanum bauð okkur til sín í Brekkuskóg. Dvöldum þar yfir nótt í notalegheitum. Undum okkur við skraf og spilamennsku. Scrabble og Sequence er efst á vinsældalistanum. María dekraði við okkur á allan máta Takk fyrir okkur.

Stebba og Labbi kíktu svo við líka í kvöld og vinir Maríu svo það fjölgaði við spilaborðið og fjör færðist í leikinn. Okkur leiddist það hreint ekki. Renndum heim undir nóttina sæl og glöð og strax farin að skipuleggja næsta túr.

Bústaðurinn í Brekkuskógi sem BHM á er til fyrirmyndar  aðgengilega. Þar er búið að taka flest í gegn þannig að hann hentar vel fólki í hjólastól. Eina sem ávantaði var sturtustóll. Fleiri verkalýðsfélög mættu taka þá sér til fyrirmyndar.

Nýi bíllinn fer í breytingu á bensíngjöf og bremsu 2 ágúst svo enn er ég alráð við stýrið Joyful. Palli er Neoninn ekki laus 2. ágúst ?

Lyftuna þarf svo að panta og aðeins lengri bið eftir henni. Vonandi sleppur þetta allt fyrir veturinn svo nýr kafli geti hafist í lífi okkar þar sem Örn getur aftur farið einn á bílnum án þess að þurfa neina aðstoð við að koma hjólastólnum inn og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband