Hvar eru stubbaboxin ?

Ég hef einmitt verið að spá í þetta á ferð minni um landið undanfarið. Það er mjög lítið um öskubakka og reykingarfólk sumt virðist ansi kærulaust um þetta. Bæði er sóðaskapurinn gríðarlegur en ekki síður eldhættan og að lítil börn týni þetta uppí sig.

Einu sinni voru til lítil stubbahús sem reykingarfólk gekk með á sér og setti stubbana í ef það var ekki öskubakki á staðnum. Ekki hef ég séð boxin í mörg ár en legg til að þau verði grafin upp og tekin með. Þau eru kjörin fyrir tyggjóin líka sem er hrikalegur sóðaskapur af.

Í raun ætti þetta að fylgja hverju kartoni af sígarettum. Er þetta ekki bara viðskiptatækifæri :-)

 


mbl.is Ferðamenn varaðir við að kasta frá sér sígarettustubbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, reykingafólk er frekar latt við að gera þetta. En ég skil það vel, ef það eru engin stubbabox, því ekki getur það geymt sígarettuna í vasanum. Það ætti kannski að gera sígarettuna þannig að það væri hægt að éta hana?

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:52

2 identicon

ps. Flott breyting á blogginu. Mér finnst þetta meira kúl!

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mæli með því. Át-vænar sígarettur.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband