Myndablogg

 

070725_7%20143

Sigrún Ósk að taka mynd af Heklu í fjörunni í Skarðsvík á nýju vélina sína.

Eins og ég sagði í gær var ferðin á Snæfellsnes stórkostleg. Sigrún og fjölskylda, tengdaforeldrarar hennar og vinir voru í tveimur íbúðum á Gufuskálum og buðu okkur til sín. Svana tengdamóðir Sigrúnar (dóttur minnar) og systir hennar Ingibjörg sem var með í  för eru ættaðar frá Viðvík á Hellisandi og þekktu hvern hól og þúfu á nesinu svo við fengum einkaguide. Mikið skoðað og notið lífsins í æðislegri náttúru.

070725_7%20066

Hér er Hekla í fiskaskýli sem eru hlaðin út um allt og enginn veit alveg hvaða tilgangi þjónuðu.

070725_7%20082

Hekla í kvöldsólinni undir jökli þar sem við sváfum tvær nætur og drukkum í okkur orku.

070725_7%20019

Roomsterinn skilaði okkur hvert sem við fórum yfir torfærur og er alger draumur. Keyrir sjálfur og er allur hinn þægilegasti. Eyddi ekki nema um 7 l á hundraðið á þessum ferðum. Held hann sé algerlega klæðskerasaumaður fyrir okkur.

070725_7%20092

Hekla var heppin með báðar ömmurnar sínar með og guðföðurinn að auki, auk afanna og foreldranna.

070725_7%20162

Dóttirin mundar nýju græjunni sem Bjarni gaf henni í afmælisgjöf.

070725_7%20112

Blikahólafjölskyldan sæta.

070725_7%20016

Hekla við draumabílinn

070725_7%20028

Ægifagrir litir á Snæfellsnesinu

070725_7%20046

Jens Pétur, Sigrún og Harpa í kvöldgöngu í hrauninu.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá HÉR

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Velkomin heim og til hamingju með nýja bílinn gott að heyra að hann hafi reynst vel í Jómfrúarferðinni

Grétar Pétur Geirsson, 29.7.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flottar myndir og fínn bíl, til hamingju.  Fallegt á nesinu, always!!! kv frá Stykkishólmi

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Óóóóóótrúlegar myndir. Takk fyrir mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:40

4 identicon

Sælar.

Var það bara fyrir tilviljun að þið gistuð á Gufuskálum? Móðir mín ólst víst upp þar (-: 

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Skemmtileg tilviljun Bragi. Nei nei dóttirin var þar í íbúð ásamt tengdafjölskyldu sinni og vinum. Tengdamamma hennar er frá Viðvík. Og þau buðu okkur í heimsókn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin heim. Flottar myndirnar hjá þér.

Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband