28.7.2007 | 23:49
Myndablogg
Sigrún Ósk að taka mynd af Heklu í fjörunni í Skarðsvík á nýju vélina sína.
Eins og ég sagði í gær var ferðin á Snæfellsnes stórkostleg. Sigrún og fjölskylda, tengdaforeldrarar hennar og vinir voru í tveimur íbúðum á Gufuskálum og buðu okkur til sín. Svana tengdamóðir Sigrúnar (dóttur minnar) og systir hennar Ingibjörg sem var með í för eru ættaðar frá Viðvík á Hellisandi og þekktu hvern hól og þúfu á nesinu svo við fengum einkaguide. Mikið skoðað og notið lífsins í æðislegri náttúru.
Hér er Hekla í fiskaskýli sem eru hlaðin út um allt og enginn veit alveg hvaða tilgangi þjónuðu.
Hekla í kvöldsólinni undir jökli þar sem við sváfum tvær nætur og drukkum í okkur orku.
Roomsterinn skilaði okkur hvert sem við fórum yfir torfærur og er alger draumur. Keyrir sjálfur og er allur hinn þægilegasti. Eyddi ekki nema um 7 l á hundraðið á þessum ferðum. Held hann sé algerlega klæðskerasaumaður fyrir okkur.
Hekla var heppin með báðar ömmurnar sínar með og guðföðurinn að auki, auk afanna og foreldranna.
Dóttirin mundar nýju græjunni sem Bjarni gaf henni í afmælisgjöf.
Blikahólafjölskyldan sæta.
Hekla við draumabílinn
Ægifagrir litir á Snæfellsnesinu
Jens Pétur, Sigrún og Harpa í kvöldgöngu í hrauninu.
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá HÉR
Athugasemdir
Velkomin heim og til hamingju með nýja bílinn gott að heyra að hann hafi reynst vel í Jómfrúarferðinni
Grétar Pétur Geirsson, 29.7.2007 kl. 13:37
Flottar myndir og fínn bíl, til hamingju. Fallegt á nesinu, always!!! kv frá Stykkishólmi
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2007 kl. 15:40
Óóóóóótrúlegar myndir. Takk fyrir mig.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:40
Sælar.
Var það bara fyrir tilviljun að þið gistuð á Gufuskálum? Móðir mín ólst víst upp þar (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:02
Skemmtileg tilviljun Bragi. Nei nei dóttirin var þar í íbúð ásamt tengdafjölskyldu sinni og vinum. Tengdamamma hennar er frá Viðvík. Og þau buðu okkur í heimsókn.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:43
Velkomin heim. Flottar myndirnar hjá þér.
Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.