Finn ekki ON takkann !!!

Dagurinn í dag fór í að klára eitt og annað bæði í tölvunni og ekki síður út um allan bæ og inni á baði. Sem sagt mikið annríki. Vorum að stússa í hjálpartækjamálum fyrir nýju draumadósina. Tók fullt að símtölum um mál sem er á endaspretti í leiklistarbransanum. Hringdi þá viðgerðarmaðurinn og vildi gera við þvottavélina mína sem hefur verið með óhljóðum undanfarið. 15000 kall þar. Ný hringrásardæla og hún malar nú eins og kettlingur.

Fyrst við vorum byrjuð að spreða ákváðum við að kíkja í Smárann með Sigrúnu og Heklu en þær höfðu séð vænlega útsölu. Minn heittelskað er ansi tregur til að kaupa sér föt en nú komst minn í stuð missti sig í herrafatadeildinni í Debenhams og kom út með 5 skyrtur og einar buxur fyrir minni pening en hringrásardælan :-)

Kíktu að sjálfsögðu við í fleiri búðum m.a. Útilíf. Þar var eins og svo oft í stórum rúmgóðum búðum braut eftir endilangri búðinni sem á að vera gangvegur. En á miðri leið var búið að setja tvær fataslár á gangveginn svo aðeins mestu mjónur komust á milli. Nú jú brussa eins og ég get alveg rutt mér leið ;-) En þar sem ég sá afgreiðslustúlku á næsta leiti datt út úr mér ósköp kurteisilega  „mikið er þetta undarlega staðsett“ hún fór strax í mikla vörn og sagði „að það mætti ekki setja slána fram á gang fyrr en á morgun“ „nú“ sagði ég „er þetta ekki gangvegur hjólastólinn kemst ekki í gegn“  „Ó þið hefðuð bara getað beðið mig um af færa þetta til“ sagði hún og rauk til og færði slárnar úr gangveginum.

Okkur fannst þetta hálffyndið sem það er nú samt ekki. Það er merkilegt með þessar stóru búðir þar sem búðareigendur virðast vera hræddir við að fólk villist og málar gangveg, jafnvel með pílum svo fólk viti í hvaða átt það á að ganga. Þá er ALLTAF stillt út útsölu og tilboðsvarningi beint á gangveginn. Debenhams er langverst með þetta og þeir færa það sko ekki til þó maður bendi á það. Merkilegt að Öddi skildi vilja þangað inn í dag.  Kannski er þetta trix til að fá sem flesta inn í búðirnar enginn kemst út allir villtir. Eða hvað........

Áttum svo notalega stund 3 kynslóðir á kaffihúsi og nutum lífsins.

Á heimleiðinn var komið við á fleiri stöðum til að útrétta og loks farið í Bónus og fyllt á 3 poka. Þegar heim kom var eins og slökkt á mér, ég hrundi ofan í sófann og gat með engu móti staðið upp og gert eitthvað vitrænt. Vefjagigtin beit mig hressilega. Nú rúmum 5 tímum seinna er ég agnarögn hressari en finn hvergi on takkann. Merkilegt hvernig hægt er að slá mann út. En þetta þekki ég of vel og vona bara að þetta kast standi ekki í margar vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég kannast við fjárans vefjagigtina. Vona að þér batni fljótt af þessu kasti.

Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Athugaðu hvort þú finnur ekki fjarstýringuna einhversstaðar ef að On takkkinn kemur ekki í leitirnar fljótlega

Sigrún Ósk Arnardóttir, 1.8.2007 kl. 13:09

3 identicon

Vonandi finnst "takkinn" fljótlega láttu þér batna af þessu

Jón Eiríksson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband