Eitt sinn skáti ávallt skáti

d

Í tilefni dagsins endurnýja ég heitið

„Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur, til þess að gera skyldu mína, við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum við að halda skátalögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þá man ég það, ég var líka eitt sinn skáti, en í mjög stuttan tíma. Tók þarna fyrsta prófið, sem ég man ekki lengur hvað heitir en maður lærði  að gera hnúta og fleira. Komst svo einu sinni í sumarbúðir við Hafravatn. Ég hlýt samt ennþá að  vera skáti samkvæmt orðtakinu.

Heilsa með skátakveðju. 

Svava frá Strandbergi , 2.8.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oooo hvað þetta er krúttleg mynd. Þetta er mynd af þér er það ekki? hvað ertu gömul þarna?

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 01:32

3 identicon

Flottur skáti :) Ekki vissi ég af því að þú varst skáti. Til hamingju með það.

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 05:38

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk fyrir Ég er ekki viss hvað ég er gömul þarna en held ég sé enn ljósálfur eins og það hét í þá daga. Yngri deildirnar. Áður en maður var formlega vígður og fór þá í bláan skátakjól. Líklega er ég um 10 ára gömul þarna. Já ég fór oft á Hafravatn í útilegu og eitt mót að minnsta kosti. Líka á skátamót í Viðey. Flokkurinn sem ég var lengst í hét Hauskúpurnar. Það var mjög gaman á þessum árum áður en gelgjan hertók mann algerlega. Skátunum var kynjaskipt á þessum árum.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 2.8.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband