3.8.2007 | 10:55
Óskir uppfylltar
Sumar aðrar ekki. Ekki fékk Roomsterinn tilhlíðilegar breytingar í gær. Þegar við hringdum seinnipartinn til að spyrja hvort hann væri tilbúinn voru svörin fá. Þeir vissu ekkert hvað þessi bíll væri að gera úti á stæði hjá þeim. arg..................Í ljós kom að yfirmaðurinn var á Akureyri og hafði bókað hann viku seinna.........
Ég var á fundi í gær vegna Sólheimadvalar okkar í Víðsýn að hnýta alla enda. Mikil tilhlökkun á þeim bæ. Þegar ég fékk sms Heim strax Þetta var mjög óvenjulegt svo ég dreif mig strax heim til að sjá hvaða neyðaraðstæður hefðu borið uppi.
Var þá ekki góður vinur okkar kominn í heimsókn ansi hressilega við skál. Og með heila koníaksflösku meðferðis. Minn heittelskaði vildi hafa mig sér til halds og traust við þessar scary aðstæður. Mér fannst þetta allt mjög fyndið. En blessaður maðurinn er ansi langt leiddur og sorgleg saga bak við það. Það fór svo á endanum að kalla þurfti út mannskap til að koma vininum heim. Fyrst fékk þó sófinn minn Koníaksbað. Já alkóhólisminn er víða.
Blikahólabúar komu svo og við skelltum upp þessari ljómandi grillveislu í blíðunni. Síðasti séns í bili sýnist mér á veðurkortunum. Fékk svo langþráð símtal þar sem það var staðfest að búið væri að fá báta og mannskap að hluta til að skella Bátadeginum á í ár. Hápunktur ársins í fyrra verður endurtekinn 12. ágúst í Krika. Set inn nánari fréttir þegar nær líður en takið frá daginn öll sömul. Nánari upplýsingar og myndir frá í fyrra má finna hér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.