3.8.2007 | 12:29
Jarðskjálftar og verslunarmannahelgin
Já mest spennandi hlekkurinn hjá mér núna er http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/. Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með jarðhræringur og fæ ánægjuhroll um allan kroppinn þegar hitnar í kolunum. Nú eru sérfræðingar á leið á svæðið til nánari rannsóknar. Ég verð pottþétt í útvarpsfæri næstu daga.
Annars ætlum við skötuhjúin að vera með opið í Krikafrá 14.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Treystum okkur ekki í umferðarsturlunina, líkar best að vera innan bæjarmarka þessa daga. Engin skipulögð dagskrá verður bara maður er manns gaman. Eflaust spilað og kannski perlað hver veit. Jafnvel grillað ef sólin skín. Allavega vöfflur á sunnudaginn.
Athugasemdir
Ætli þetta sé ættgengt? Ég er nefnilega búin að vera að kíkja á skjálftasíðuna við og við líka...
Sigrún Ósk Arnardóttir, 3.8.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.