5.8.2007 | 01:27
Góður dagur enda illa
Arg ............................................
Er orðið sem mér er efst í huga. Var að reyna að finna út úr þessu með myndirnar. Fór að hræra í fínu ormamyndinni minni sem er í hausnum. Og arg og garg allt fór í flækju ég fæ ekki rétta stærð inn sama hvað ég reyni. Og þetta á nú að heita það sem maður kann........ Eins og ég hef nú verið himinlifandi ánægð með moggabloggið. Leiðbeiningar væru vel þegnar í kommentin núna.
Annars var þetta hinn fínasti dagur í Krikanum. Þýtur í laufi kom ansi oft upp í hugann. Ekki það að við værum í varðeldahugleiðingum heldur bara var svo ljúfur þytur í laufinu á trjánum í rokinu í dag. Fámennt og góðmennt var þó kíktu nokkrir við og rifu okkur frá æsispennandi einvígi okkar hjónanna í Sequence. Leikar enduðu þó með því að ég var fjórum yfir :-)
Guðríður bauð okkur svo í kvöld í indælis fiskisúpu. Alger luxús. Takk fyrir okkur.
Kvöldinu var svo eytt í sjónvarpsgláp og tölvubarning.
Á morgun (í dag) er svo aftur Krikavakt og vöfflubakstur. Allir velkomnir sjá www.kriki.bloggar.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.