10.8.2007 | 21:02
Allir í bátana (-:
Jæja kæru bloggvinir nú er tækifærið til að hittast með alla fjölskylduna og skemmta sér saman. Koma og sigla um Elliðavatn í Kanó eða Kajak eða einhverjum bátum sem ég kann ekki nöfnin á. ALLIR eru velkomnir og kostar ekkert inn. Frítt í bátana en veitingar seldar á spottprís allur ágóði rennur til uppbyggingar Útivistarsvæðisins í Krika við Elliðavatn.
Við Krikavinir sem öll erum félagar í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, sem er eigandi Krika, erum að endurtaka leikinn frá í fyrra og halda BÁTADAG. Potturinn og pannan í bátamálunum er Kjartan Jakob Hauksson sem réri kringum Ísland fyrir tveim árum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, og safnaði þar tæpum 10. milljónum.
Í fyrra kom margmenni á öllum aldri og fór á vatnið í hinum ýmsu bátum. Eða naut náttúrunnar og félagskaparins og horfði á bátafólkið. Allt tókst eins og best var á kosið því endurtökum við leikinn og höfum svipað snið á deginum.
Kjartan og félagar sjá um bátana og öryggismálin, Krikavinirnir sjá um veitingar og annað sem til þarf. Hægt verður að fá heitar vöfflur og ýmislegt góðgæti í nýja húsinu okkar. Vonandi fjölmennið þið og mætið með alla fjölskylduna.
Tilvalið tækifæri til útiveru og samvista í paradís Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu KRIKA. Allir eru velkomnir. Frítt er í bátana en veitingar seldar gegn vægu verði. Ath. við tökum ekki kort.
Á heimasíðu Krika má finna allar nánari upplýsingar um Krika svo sem staðsetningu, verðskrá, náttúru og hvað eina.
Opið verður frá kl. 11.00 til 19.00 en bátarnir verða í gangi frá kl. 13.00 til 17.00. Myndir frá bátadeginum í fyrra má sjá HÉR
Tilvalinn dagur fyrir fjölskylduna að kíkja, njóta náttúrunnar, prófa bátana og fleira.
Sjáumst hress
Athugasemdir
það er gott að vita af ykkur þarna . Aldrei að vita hvað maður kemst í á morgun.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2007 kl. 01:53
Ég ætla að koma með syni mínum og börnum hans, hann lofaði því í gær.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 09:28
Sjáumst hressar ;-)
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.8.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.