Dásamleg helgi

 070812%20114Gay Pride gangan klikkaði ekki frekar en venjulega. Við fórum og fylgdumst spennt með og slógumst svo í för í góða veðrinu. Dásamlegt að sjá hversu margir komu og hve góð stemmingin var. Allir í sínu besta skapi og fjölbreytileikinn frábær. Hér að ofan er mynd af Guðjóni leikstjóra og Birnu sem að öðrum ólöstuðum setja alltaf sterkan svip á gönguna.  Fleiri myndir frá GayPride 2007 HÉR

 070812%20040

Í dag var svo hinn árlegi Bátadagur í Krika það gekk allt saman vel og þó nokkrir bloggvinir mættu sem var einstaklega skemmtilegt fyrir mig. Flestir fóru í bátana og nánast allir fengu sér vöfflur og rjóma. Ég lenti í að vera ansi mikið á vöfflujárnunum sem gengu stanslaust tvö í vel á þriðja tíma. Fleiri myndir af Bátadeginum HÉR.

Nú verður eitthvað blogghlé hjá mér þar sem tölvan mín góða fer í extreme makeover í kvöld og næstu daga. Meðan ég fer og hleð batteríin án hennar.

Lifið í lukku en ekki í krukku á meðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Birna er flottust! Ég er svaakalega lítið fyrir báta og get alls ekki mætt á bátadag....  jafnvel þótt það séu vöfflur í boði! Gott að allir skemmtu sér! Kveðja til þín! Ég sá þig álengdar á Gay pride en þú sást mig ekki. Það var hreinlega fólk alls staðar! Frábær dagur.

Laufey Ólafsdóttir, 14.8.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta hefur verið frábær helgi, ég var einmitt að reyna að fá bónda í bæinn með mér, honum hrillir eitthvað við að þurfa að keyra mig í hjólastól. Þetta var fulllangt fyrir mig að ganga.

Helga Auðunsdóttir, 18.8.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband