Gvöð hvað það er gaman

Ég verð víst að viðurkenna það að ég er alger bloggfíkill. Stalst í tölvuna hjá mínum heittelskaða og er búin að fara allan blogghringinn minn. Lesa hjá öllum bloggvinunum milli þess sem ég fylli á þvottavélina og þurrkarann. Mikið hrikalega er þetta skemmtilegt þ.e. bloggið ekki hitt.

Er svo búin að hlaða inn forritum og vonandi ekki rugla öllu fyrir honum. Palli bróðir situr svo sveittur yfir minni tölvu milli þess sem hann vinnur eins og skepna eða er á tónleikum. Gott að eiga svona duglega bræður. Gaman væri nú að fá komment frá hinum bræðrum mínum  sem eru úti í heimi svona svo ég viti hvort þeir fylgist eitthvað með systu. Annar er í hótelrekstri í S. afríku en hinn í Ráðhúsinu í Osló og var á leið heim fyrir mánuði í heimsókn en hefur ekki dúkkað uppi enn. Stebbi hvar ertu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Híhí Þetta er alveg full vinna þetta blogg. Ég hef hreinlega þurft að setja hengilás á tölvutöskuna mína til að geta sinnt öðrum störfum. Segi svona . Alltaf jafngaman að þvo líka.

Laufey Ólafsdóttir, 18.8.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jebb. Fullt starf þetta blogg

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband