10 fílar lögðu af stað í leiðangur ... og komu til baka með sólskinsbros á vör

Síðustu viku dvaldi ég að Sólheimum í Grímsnesi ásamt 9 öðrum félögum í Ferðafélaginu Víðsýn. Dvölina höfðum við í stjórninni skipulagt í samstarfi við Óskar í Sólheimum. Okkur var lengi búið að hlakka til ferðarinnar og ýmislegt gekk á við undirbúninginn. En óhætt er að segja að þessir 5 dagar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við 10 sem fórum komum öll fílefld til baka og alsæl í sinni.

Samfélagið í Sólheimum er yndislegt í einu orði sagt. Ég gæti alveg hugsað mér að búa þar um tíma. Dásamlegast fannst mér voru morgunstundirnar. Rétt fyrir kl. 9 á hverjum morgni hittast allir í Sólheimum á túni bak við Sesseljuhús og á slaginu 9 haldast allir í hendur og bjóða góðan daginn. Skilaboð af ýmsu tagi eru borin fram og svo sungin morgunsöngur eða bæn. 3 mínútur þar sem allir sameinast í virðingu og fegurð. Dásamlegt.

Við vorum með heilmikla dagskrá tengda heilsu, slökun, hreyfing, menningu og gleði. 5 dekurdagar. við fórum í göngutúra stutta og langa. Ýmiskonar leikfimi, sundleikfimi, jóga og á fyrirlestur um heilsueflingu og annan um Sólheima. Við skruppum í menningarferð í Skálholt, fórum í heilsuböð í Hveragerði á hælinu. Vorum dugleg við að heimsækja kaffihúsið og fórum í listasmiðju þar sem sumir smíðuðu leikföng meðan aðrir fóru í kertagerð. Ég gerði nokkur kerti og hafði mikið yndi af. Sumir fóru í berjamó, það var spilað og spjallað og slakað á.

Við borðuðum í mötuneytinu í hádeginu þar sem við fengum æðislega góðan mat og mikið af grænmeti og hollustu. Annars skiptum við okkur í hópa og sáum um morgunmat og kvöldverð til skiptis. Hafragrautur á morgnana nammi namm. Minn hópur var með mexíkanskt kvöld sem tókst með ágætum. Mannlífið þarna er mjög sérstakt og kraftmikið. Sesselja hefur verið mjög merkileg kona og langt langt á undan sinni samtíð.

Já í einu orði sagt var þessi ferð dásamleg perla í festina sem við í Víðsýn höfum verið að þræða sl. 8 ár formlega en nokkur ár þar áður óformlega. Og alltaf komum við heim sterkari og duglegri til að takast á við það sem framundan er.

Ekki má gleyma heimferðinni sem var óvissuferð. Við fórum og skoðuðum Kerið og Hverasvæðið í Hveragerði með leiðsögumanni, aldrei hafði ég nennt út úr bílnum þar áður. En það er stórmerkilegt svæði og fallegt. Þar suðum við okkur egg í hver :-). Við borðuðum svo á NLFÍ og ég verð nú að segja mér fannst maturinn þann daginn ekki flottur þar eftir að hafa verið í Sólheimum. Við fórum svo í Selvog og heimsóttum Sigurbjörgu í Þorbjarnargerði sem var heilt ævintýri út af fyrir sig. Hún kom svo með okkur í Strandakirkju og sagði okkur sögu staðarins.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessarri ferð á einn eða annan hátt fyrir.

Myndirnar millilentu í Kópavogi en koma fljótlega hér inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta hefur greinilega verið yndislegt, ég vissi ekki að það væri hægt að vera þarna svona í smá prógrami, enda bý ég of nálægt  til að vita mikið um starfsemina. Skrítið hvað margt fer framhjá okkur sem erum ofnálægt. Hlakka til að sjá myndirnar

Helga Auðunsdóttir, 21.8.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk Helga þetta var smá tilraunaverkefni sem við skipulögðum saman og eigum örugglega eftir að gera að árlegri ferð.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.8.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

það verður gaman að sjá myndirnar.

Svava frá Strandbergi , 21.8.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú ert þvílíkur orkubolti Ása! Ég verð þreytt bara á að lesa það sem þú skrifar hér á þessa síðu og það er ekki af leiðindum ef þú skilur hvað ég á við .

Sesselja var reyndar systir afa míns í föðurætt en ég kynntist henni aldrei. Alveg stórkostlegt starf sem hún vann á þessum tíma þegar þroskaheftir voru kallaðir vangefnir og grænmetisfæði þótti rusl.

Gangi þér vel með hópinn þinn Ása! *smjúts* 

Laufey Ólafsdóttir, 21.8.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk stelpur. Myndirnar koma seinna í dag vonandi. Já það hlaut að vera Laufey enda ert þú líka þvílík dugnaðarkona að ég hef dáðst að þér lengi.

Knús knús

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.8.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband