Nú er tækifærið

Fimmtudagskvöld kl. 20.00 verður félagsfundur hjá Halaleikhópnum. Þar verður kynnt starfið framundan í vetur. Allir eru velkomnir á fundinn því segi ég nú er tækifærið til að prufa eitthvað nýtt og kynnast stórskemmtilegum og sérstökum félagsskap.

Framundan er leiklistarnámskeið í september, 15 ára afmæli, stuttverkahátíð og svo á að byrja að æfa Gaukshreiðrið. Svo næg verkefni eru framundan og mörg handtök sem þarf að vinna.

Er annars að mestu búin að eyða deginum í ráf á milli tölvuverkstæða. Hér á heimilinu geisar tölvuflensa sem leggur hverja tölvuna á fætur annarri. Já við búum hér þrjú saman og erum með þrjár tölvur og dugir varla til. Mætti halda að þetta væri alger nördafjölskylda. Fyrst fór Ödda tölva og mín sigldi svo í kjölfarið. Ödda tölva hresstist við að fá stærri disk. Mín aftur á móti þarf líka heilaaðgerð auk harða disksins og einhverra snúra. Og aðgerðin hefur tafist von úr viti þar sem réttur minniskubbur hefur ekki fengist. Er alltaf alveg að koma á morgun en kom svo vitlaus í dag. Fæ samt tölvuna á morgun þó ekki verði hún nú alveg komin í lag en nothæf þar til rétt stykki fæst. Þá verðu kátt í höllinni.

En snúningarnir í dag voru nú vegna tölvu sonarins hún dó og í ljós kom að það er plaststykki í henni sem heldur örgjörvanum sem er brotið. Ég var send í leiðangur og fór á ein 8 verkstæði en enginn gat hjálpað mér með stykkið þó flestir hafi verið allir af vilja gerðir til að hjálpa mér. Svo nú eru góð ráð dýr fyrir soninn. Palli minn (bróðir) ætlar að sjá hvað hann getur galdrað á morgun.

En mikið er svakalega mikið af fólki að kaupa sér fartölvur í dag, það sást vel á öllum stöðum. Fólk fór út með fartölvukassa í löngum bunum. Voða var freistandi að fá sér eina svoleiðis líka. Bara svona til vara og á alla fundina fyrir félagsmálafríkið mig :-)

Jæja en fjárhagsáætlunin leyfir það ekki í bráð................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband