23.8.2007 | 17:27
Kærleiksleikur
Í heilsuhópnum mínum á þriðjudaginn fórum við í æfingu í tengslum við skoðun á sjálfsmyndinni. Við fengum öll blöð í hendur sem við áttum að skrifa nafnið okkar á efst og láta svo ganga hringinn. Allir áttu svo að skrifa eitthvað um viðkomandi jákvætt.
Setningarnar sem ég fékk voru:
- Greind, hlý og skemmtileg
- Góður félagi
- Vaxandi og blómstrar við hvert tækifæri
- Yfirveguð
- Alltaf glöð og rosalega dugleg
- Ógurlega röggsöm og hlý
- Gefandi og ræðin
- Ása er góð og hlý, alltaf brosandi og uppörvandi
- Ása Hildur er svo traustvekjandi að þegar ég sá hana fyrst hélt ég að hún væri prestur.
- Ása Hildur er þroskuð og heilsteypt kona
- Þú ert skemmtileg og vinsamleg
Er þetta ekki dásamleg æfing. Mæli með henni.
Athugasemdir
Takk Guðmundur. Þig hefur sem sagt alveg vantað í hópinn.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:56
Hæ Ása
Varð bara að kommmenta við þessa færslu. Það gladdi mitt litla hjarta að sjá að þú hafðir gagn og gaman af æfingunni (eins og vonandi flestir sem tóku þátt)
Sjáumst, kveðja Guðný
Guðný í Vin (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.