Áhrif tunglstöðunnar

moon4Fyrir einu tungli síðan eða svo hlustaði ég á viðtal við stjörnufræðing í útvarpinu þar sem hann var að ræða áhrif tunglstöðu á hegðan fólks. Það viðtal átti sér stað eftir mikil ólæti í miðbæ Reykjavíkur, Akureyrar og víða.

Síðasta sólahring hefur önnur hrina dunið yfir allt orðið vitlaust í bænum og alls kyns slys og óhöpp átt sér stað. Ég leit á tunglstöðuna á mbl.is og viti menn. Tungl er 97% fullt og vaxandi en spekingurinn sagði einmitt að á meðan það væri að fyllast væri mesti óróinn.

Held ég fari að spá aðeins betur í þetta. Í þessu viðtali var ma. rætt við lögregluna og hún sagðist hafa stundum tekið mark á tunglstöðu og aukið við mannskap þann sólahringinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég trúi þessu. Ég trúi því að tunglið hafi áhrif á hegðun fólks. Það er ekki að ósekju sem sögur um varúlfa o.þ.h. varð til. Og afhverju ætti tunglið ekki að hafa áhrif á okkur eins og flóð og fjöru. Ekkert yfirnáttúrulegt við það í sjálfu sér.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl.Nú er bokalistinn tilbuinna siðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:25

3 Smámynd: kloi

Ég hef verið eitthvað órólegur síðustu daga. Þar kemur skýringin

kloi, 27.8.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: arnar valgeirsson

halló, jón frímann. það er eitthvað í hausnum á þér. hef nú reyndar bloggað um þetta áður en það er pottþétt að fullt tungl hefur veruleg áhrif á fólk.

strákar verða ruglaðir og berja mann og annan. stelpur verða ja... hvernig getum við orðað þetta.... fallega.... kannski pínu vergjarnar!

Var að vinna á geðdeild í sex ár. bráðadeild. allt bilað á fullu tungli. menn komu inn í járnum. var dyravörður í fjögur ár. stöðug slagsmál á fullu tungli. dauðkveið fyrir að hanga þarna alla nóttina og láta hrækja á mig og slást við rugludalla.

 tunglið ruglar öllu systeminu, enda er maður að mesta parti vatn og vökvi. verður algjört háflæði sko.

arnar valgeirsson, 28.8.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband