finn fyrir smá bloggskrifleti

En er voða duglega að lesa annarra blogg. Vann meira að segja orðu í dag hjá Sigfúsi bloggvini sem kallar sig partners fyrir að leysa vísnagátu.

Er komin í leshring hjá Mörtu Smörtu þar sem við erum byrjuð að lesa Lífið er annars staðar eftir Milan Kundera og þar er ekki nein smá erfið bók á ferð.

og tjái mig um eitt og annað í kommentum hjá bláókunnugu fólki sem mér finnst ég þekkja bara vel núorðið.

En er þó ekki bara í nethangsi, ætíð nóg að gera á mínum bæ. Tók mig til og afþýddi frystiskápinn og ísskápinn í dag og fór svo í Bónus og verslaði stórt, svo stórt að upphæðin á strimlinum minnti mig á jólin sem Arnar Laufabrauð bloggvinur með meiru segir að séu að nálgast hratt.

Í dag var síðasti dagurinn í göngudeild Trimmklúbbsins Eddu og sundleikfimin byrjar í næstu viku. Kannski maður dröslist nú samt til að ganga áfram, þó aðhaldinu sleppir.

Allt er farið á fullt hjá Halaleikhópnum og er leiklistarnámskeið að hefjast þar á laugardaginn. Nýir félagar eru velkomnir. Sjá nánar HÉR  Kjörið tækifæri til að prufa eitthvað nýtt í skemmtilegum hóp.

En stóra fréttin kemur ekki hér inn fyrr en eftir helgi af sérstökum ástæðum. En ég er með stóran hnút í maganum bæði af gleði og líka kvíða. Ýmislegt vefst fyrir mér en ég veit að ég get þetta og mun hafa mikið gagn og gaman af. Meira um það seinna.

Merkilegt samt hvað maður er fljótur í bakkgírinn þegar stórir hlutir gerast, kvíðahnúturinn hlykkjast um allt og setur kerfið úr skorðum. Munurinn er að í dag hef ég stjórn á þessu en hér áður stjórnaði kvíðinn mér. Gaman þegar maður rekur sig á og sér árangur á ögurstundu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband