Mér finnst rigningin góð

if_rain_72da ra da aha nema þegar ég er í mínu fínasta pússi á leið í móttöku í Þjóðmenningarhúsinu og gleymi regnhlífinni heima. Hver notar svoleiðis á íslandi ? Kom sem sagt niðurrignd að taka á móti styrk vegna Gaukshreiðursins fyrir Halaleikhópinn hjá Félagsmálaráðherra í tilefni Árs jafnra tækifæra. Fengum 200.000 kr. ekki slæmt kannski 10 % af kostnaðinum við uppsetninguna :-)

En rigningin minnti mig á atvik sem átti sér stað norður í landi fyrir rúmum 30 árum í samskonar rigningu.  Gulla vinkona frá Borðeyri kom sem sagt að heimsækja mig í sveitina og við vorum á leið úr fjósinu og það húðrigndi og pollarnir voru um allt. Okkur greip einhver galsi enda á leið á ball um kvöldið as usual á þeim tíma. Við tókum okkur til og hoppuðum í hvern einasta poll og urðum gegnvotar og svakalega kátar. Man enn tilfinninguna um hversu skemmtilegt þetta var. Gulla manstu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju með styrkinn. varstu styrk á fótum þegar þú hélst hátíðarræðuna? hvernig gekk.....

það er alltaf gott að fá viðurkenningu fyrir starf sitt og síns félags. ef það vantar mannskap í gaukshreiðrið skal ég leika hjúkkuna. hún var svo grimm hehe.

arnar valgeirsson, 31.8.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

takk jú jú þetta reyndist ekkert mál.

Laufabrauð ég skrái þig strax ef svo skildi fara að ekki fáist almennileg gribba :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég fíla rigninguna í nokkra daga, en svo vil ég fá sól aftur. Til hamingju með styrkinn þið hjá Halaleikhópnum.

Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 23:33

4 identicon

Til hamingju með styrkinn Ása og allri  í Halanum !

Gat ekki annað en svarað þegar ég las þetta um Gullu og þig , því ég veit hver Gulla er ! ( lítill heimur )

Sjáumst mánudag.

björg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við þyrftum að sleppa oftar fram af okkur beislinu og hoppa í pollum

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 01:03

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Til hamingju með styrkinn, þetta bara æðislegt, þótt hann mætti örugglega vera hærri, en margt smátt gerir eitt stórt. Man bara hvaða kostnaður þetta var þegar ég bjó upp í hrepp og minn fyrverandi var gjaldkeri hjá Ungmennafélaginu og við stóðum í uppsetningum á leikverkum.

En þetta með pollanna, ég geri þetta  er smá krakki í mér ennþá.

Helga Auðunsdóttir, 2.9.2007 kl. 11:36

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég man pollahopp fjör úr barnæsku! Alveg frábært! Elska rigningu svo lengi sem það er ekki rok líka. Til hamingju með styrkinn! Þetta er þvílíkur barningur að leita uppi peninga þótt um sé að ræða verðug verkefni. Believe me I know! Haltu áfram kona!

Laufey Ólafsdóttir, 2.9.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband